Baldur Már Helgason

Framkvæmdastjóri viðskipta

Baldur er framkvæmdastjóri viðskipta. Undir Baldur heyra útleiga og þjónusta, markaðsmál, rekstur í fasteignum og viðskiptarþóun. Baldur hóf störf í ársbyrjun 2019 en var áður framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags.

Baldur starfaði áður í fjármálageiranum í um 17 ára skeið, síðast sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Auðar Capital. Áður starfaði Baldur sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York. Baldur hefur setið í stjórnum fjölda félaga, m.a. Securitas, Íslenska gámafélagsins og Skeljungs og situr í dag í stjórn Síldarvinnslunnar.

Baldur er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur lokið Advanced Management Program (AMP) frá IMD háskólanum í Sviss. Baldur hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.