Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Baldur Már Helgason

Framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu og staðgengill forstjóra

Baldur er framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu og staðgengill forstjóra auk þess að stýra viðskiptaþróun og markaðsmálum félagsins. Baldur hóf störf í ársbyrjun 2019 en var áður framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags.

Baldur starfaði áður í fjármálageiranum í um 17 ára skeið, síðast sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Auðar Capital. Áður starfaði Baldur sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York. Baldur hefur setið í stjórnum fjölda félaga, m.a. Securitas, Íslenska gámafélagsins og Skeljungs og situr í dag í stjórn Síldarvinnslunnar.

Baldur er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur lokið Advanced Management Program (AMP) frá IMD háskólanum í Sviss. Baldur hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.