Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Vinnu­stað­ur­inn

Hjá Heimum starfar reynslumikið starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn og er áhersla lögð á gott starfsumhverfi og stuðla þannig að ánægju starfsmanna. 

Heimar sem vinnustaður

Við erum framsækið fasteignafélag sem leitast við að vera með allt sitt á tæru. Við leggjum okkur fram við að styðja samstarfsfólk okkar í vinnunni og tökum vel á móti nýliðum. Saman myndum við sterka heild sem vinnur markvisst að skýrri framtíðarsýn félagsins. Okkar markmið er að byggja upp spennandi kjarna og borgarhluta sem auðga mannlífið og bæta lífsgæði fólks. Við erum eftirsóknarverður samstarfsaðili og vinnuveitandi fyrir metnaðarfullt og framsýnt fólk. 

Við leggjum áherslu á að nýta styrkleika okkar sem best, styðja við framþróun einstaklinga  og efla liðsheildina. Við tölum saman og deilum upplýsingum því teymi vinna best ef það ríkir traust á milli aðila. Hver og einn leggur sitt af mörkum til að tryggja að heildin verði stærri en summa liðanna.  

Starfsstöðvar

Smáralind

 • Ríflega helmingur starfsfólks starfar á glænýjum skrifstofum Regins í Smáralind.
 • Húsvarsla, störf á þjónustuborði, öryggisgæsla, ræstingar og fleira. Daglega koma um 11.000 gestir í Smáralind.
Egilshöll
 • Húsvarsla, gestamóttaka, ræsting og ýmis önnur störf. Daglega koma um 3.000 gestir í Egilshöll.
Smærri starfsstöðvar
 • Húsvarsla og móttaka í Höfðatorgsturni í Katrínartúni 2.
 • Umsjónarmaður fasteigna í leikskólunum Tjarnarás og Hörðuvöllum sem og Áslandsskóla í Hafnarfirði.
 • Starfsfólk sem sinnir viðhaldi er daglega á ferð á milli eigna.

Jafnrétti

 • Áhersla er lögð á jöfn tækifæri og laun óháð kyni eða öðrum þáttum.
 • Jafnlaunavottun frá árinu 2021.
 • Markmið að jafna kynjahlutföll alls staðar.
 • Í framkvæmdastjórn er jafnt hlutfall karla og kvenna.
 • Í stjórn eru 60% konur og 40% karlar.
 • Í starfsmannahópi eru 57% karlar og 43% konur.