Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Verslun og þjón­usta

Hjá Heimum starfar sérhæft teymi á sviði verslunar og þjónustu sem hefur mikla reynslu af fasteignaþróun, útleigu og fasteignarekstri sem og rekstri verslana og veitingastaða. Þekking teymisins og náið samstarf við viðskiptavini félagsins er mikilvægt til að skilja betur þróun á sviði verslunar og styðja þannig viðskiptavini við að mæta örum neyslubreytingum.

Verslun hefur gengið mjög vel undanfarin ár og hefur verið áhugi hjá sterkum rekstraraðilum að stækka eða fjölga verslunum á góðum stöðum. Umtalsverð aukning ferðamanna á árinu styrkti verslun og þjónustu á Hafnartorgi og í miðbænum þar sem félagið hefur nýverið fjárfest í eignasafni. Útleiguhlutfall í Smáralind er 99% og sterk eftirspurn eftir rýmum. Árið 2023 var metvelta hjá rekstraraðilum í Smáralind og jókst hún um 3% milli ára.

Samspil hefðbundinnar verslunar og netverslunar er sífellt að verða skýrara og sterkara. Sumir neytendur kjósa að skoða og máta vörur í verslunum og fá við það ráðgjöf hjá afgreiðslufólki en velja samt sem áður að ganga endanlega frá kaupum á netinu. Aðrir undirbúa kaupin með upplýsingaöflun og verðsamanburði á netinu en kjósa að ganga frá kaupunum í verslun. Aukið val fyrir neytendur, bætt þjónusta og upplifun í nútímalegum verslunum og samkeppnishæft vöruúrval og verð eru lykilatriði til að tryggja áframhaldandi vöxt í innlendri verslun.