Heimar hafa sett sér það markmið að vera leiðandi í framboði lausna fyrir opinbera aðila. Á síðastliðnum árum hafa ríki og sveitarfélög farið ört vaxandi í viðskiptavinahópi félagsins.

Mikil þekking og reynsla býr innan félagsins er snýr að þjónustu og þörfum opinberra aðila sem hefur reynst báðum aðilum vel við samningagerð og rekstur á líftíma leigusamninga. Reynsla félagsins á þessu sviði, þ.e. útleigu, mótun lausna og veitingu stoðþjónustu hefur gert það að verkum að félaginu hefur gengið vel í þeim útboðum sem það hefur tekið þátt í.

Staða á fjármálamörkuðum, vinnumarkaði og aðrir óvissuþættir munu hafa áhrif á getu og vilja þessara aðila til nýrra skuldbindinga á næsta ári. Þetta getur hins vegar líka orðið til þess að leiga á húsnæði verði kosin fram yfir endurbætur á fasteignum eða kaup á nýjum.