Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

At­vinnu­hús­næði og al­menn­ur mark­að­ur

Góður gangur virðist almennt vera í atvinnulífinu og sjást skýr merki þess í sterkri eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði. Sérstaklega er kröftug eftirspurn eftir skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði.

Sýn félagsins er sú að eftirspurn eftir hágæða skrifstofuhúsnæði þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika, innivist og aðstöðu starfsfólks muni halda áfram að aukast. Það sama má segja um vel staðsett iðnaðar- og geymsluhúsnæði. Reginn leggur áherslu á að vera fyrsti kostur þegar fyrirtæki leitar að framtíðarhúsnæði en félagið hannar, aðlagar og innréttar þúsundir fermetra árlega fyrir vaxandi viðskiptavinahóp þess. Með áherslu Regins á uppbyggingu kjarna og nú aukinni þekkingaruppbyggingu í svokölluðum snjallbyggingum, mætir félagið aukinni eftirspurn viðskiptavina um hágæða atvinnuhúsnæði með gott aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Uppbygging nýs skrifstofu- og iðnaðarhúsnæðis hefur aukist á sl. árum í takt við stöðuga eftirspurn. Miklum vexti er spáð í tækni- og hugverkaiðnaði og má gera ráð fyrir að fyrirtæki í þeim geira þurfi aukið magn skrifstofuhúsnæðis á komandi árum.

Vöxtur var í ferðaþjónustu á síðastliðnu ári og er fjöldi ferðamanna kominn á svipaðan stað og hann var fyrir heimsfaraldur. Árið var það næststærsta í sögunni í komum um Keflavíkurflugvöll og er útlit fyrir að vöxtur í ferðaþjónustu muni halda áfram á næstu misserum. Tímabundin lægð hefur verið í uppbyggingu nýrra hótela og má búast við að nýting á hótelum félagsins verði áfram góð á næstu árum.