Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Vísindadagar í Smáralind

17.10.2013

Nú standa yfir vísindadagar í Smáralind og að þessu sinni ber sýningin heitið Vatn - Hið fljótandi undur. Sýningin er framhald af sýningunni Undur vísindanna sem sett var upp í Smáralind í febrúar síðastliðnum en í þetta sinn er þema sýningarinnar vatn.

Tilgangur sýningarinnar er að fræða fólk og leyfa því að kynnast á eigin forsendum áður óþekktum tengslum og áhrifum vatns. Eðlisfræðin er með þessu móti sett upp á einfaldan og skemmtilegan hátt fyrir alla aldurshópa til fróðleiks og skemmtunar.

Þetta er í annað skipti sem svona sýning er haldin í Smáralind og á Íslandi. Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega gerð fyrir verslunarmiðstöðvar. Undir slagorðinu „Science on Tour“ er ferðast með sýninguna á milli landa og hún sett upp á fjölförnum stöðum til þess að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast ótrúlegum og heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna.