Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Viðskipti með atvinnuhúsnæði í júní 2012

25.7.2012

Í júní 2012 var 54 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 33 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 5.937 milljónir króna en 619 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 27 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 15 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 17 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 645 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 385 milljónir króna. Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 276 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 291 milljón króna. Af þessum samningum voru 8 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Heimild: Þjóðskrá Íslands