Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Við leitum að öflugu fólki til að styrkja okkar frábæra starfsmannahóp

12.6.2024

Fjögur spennandi störf í boði hjá Heimum

Við leitum að öflugu fólki til að styrkja okkar frábæra starfsmannahóp en fjögur spennandi störf eru nú í boði hjá Heimum.
• Framsækinn mannauðsstjóri
• Tæknivæddur verkefnastjóri upplýsingatæknimála
• Sérfræðingur á fjármálasviði
• Verkefnastjóri í framkvæmdateymi félagsins

 

Mannauðsstjóri

Við leitum að mannauðsstjóra til starfa til að móta og byggja upp nýja stöðu. Við viljum framtakssaman aðila með menntun á sviði mannauðsmála og a.m.k. þriggja ára reynslu af sambærilegu starfi, sem mannauðsstjóri eða mannauðssérfræðingur. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptafærni og ástríðu fyrir mannauðsmálum og færni til að byggja upp og móta nýtt starf.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með stefnumótun og framkvæmd mannauðsmála
 • Þróun ferla og umbóta á sviði mannauðsmála
 • Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks
 • Umsjón fræðslumála og ráðninga
 • Umsjón með jafnlaunavottun
 • Önnur mannauðstengd verkefni
Sjá meira

Verkefnastjóri upplýsingatæknimála

Við leitum að verkefnastjóra upplýsingatæknimála til að móta og byggja upp nýja stöðu. Við viljum tæknisinnaðan aðila með menntun og reynslu sem hæfir starfinu. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptafærni og eiga auðvelt með að setja sig inn í ólík viðfangsefni upplýsingatækninnar.

Helstu verkefni:

 • Samhæfing núverandi upplýsingatæknikerfa og framtíðarhögun
 • Rekstur samninga við birgja
 • Verkefnastýring og samskipti við ráðgjafa og verktaka
 • Umsjón með upplýsingaöryggismálum og yfirfara stöðu þeirra
 • Umsjón með einföldun ferla varðandi skipulag og vistun gagna
 • Alhliða utanumhald og eftirlit með málum er varða upplýsingatækni
 • Notendaþjónusta og önnur upplýsingatæknitengd verkefni

 

Sjá meira

Sérfræðingur á fjármálasviði

Við leitum að sérfræðingi á fjármálasviðið og viljum við talnaglöggan aðila með menntun sem nýtist í starfi og er reynsla af sambærilegu starfi kostur. Viðkomandi þarf að búa yfir ríkulegri greiningarhæfni og þekkingu á stafrænum verkfærum til greiningarvinnu. Starfið felur í sér verkefnavinnu þvert á svið Heima, sem krefst færni í mannlegum samskiptum sem og að koma efni frá sér á skýran og áhugaverðan hátt.

Helstu verkefni:

 • Greiningar og verðmöt
 • Arðsemisútreikningar
 • Miðlun upplýsinga og gerð kynningargagna
 • Aðkoma að áætlanagerð
 • Ýmis gagnavinnsla unnin í Power BI

 

Sjá meira

Verkefnastjóri í framkvæmdateymi

Heimar leita nú að verkefnastjóra í framkvæmdateymi félagsins. Við viljum kraftmikinn aðila með verkfræði- eða aðra tæknimenntun og haldbæra reynslu af sambærilegu starfi en verkefnastjóri ber ábyrgð á viðamiklum verkefnum á sviði byggingaframkvæmda og fasteignareksturs. 

Helstu verkefni

 • Verkefnastjórnun við uppbyggingarverkefni á sviði byggingaframkvæmda
 • Áætlanagerð, eftirfylgni og frávikagreining
 • Undirbúningur og skipulagning útleiguverkefna í samvinnu við leiguteymi félagsins
 • Öflun og utanumhald tæknilegra gagna sem snúa að eignasafni Heima
 • Samskipti við viðskiptavini, leigutaka, verktaka og ráðgjafa
 • Þátttaka í ýmsum starfs- og verkefnahópum

 

Sjá meira