Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Útibú Íslandsbanka í Norðurturni Smáralinda í fyrsta sæti

25.11.2017
Útibú Íslandsbanka í Norðurturni Smáralindar var valið í fyrsta sæti af bankaútibúum í heiminum af The Financial Brand.

Útibú Íslandsbanka í Norðurturni Smáralindar var valið í fyrsta sæti af bankaútibúum í heiminum af The Financial Brand. Útibúið var hannað af bresku hönnunarstofunni Allen International. Útibúið var opnað í desember 2016 eftir sameiningu þriggja annarra útibúa á höfuðborgarsvæðinu. Litið var til nýjustu tækni hvað varðar skipulag og sjálfsafgreiðslu viðskiptavina. Öll hönnun útibúsins miðaði að því að opin rými innan útibúsins yrðu heimilisleg þar sem að viðskiptavinir hefðu góða biðaðstöðu og gætu átt samtal við þjónustufulltrúa í framúrskarandi aðstöðu í opnum rýmum eða sérhannaðri aðstöðu fyrir meira næði.

Umfjöllun á vef Financial Brand.