Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

ÚTBOÐ - Ofanleiti 2. Endurnýjun og uppfærsla.

27.5.2013
Reginn hf.

auglýsir eftir tilboðum í endurgerð og breytingar
á innra skipulagi Ofanleitis 2 í Reykjavík. Ofanleiti 2 er
rúmlega 8.000 m2 skrifstofu- og skólabygging. Verkið felst í
breytingu á innra skipulagi, innri endurnýjun og uppfærslu til
að aðlaga hús þörfum nýs leigutaka (Verkís).

Verkefnið skiptist upp í tvo áfanga, stærri áfanginn og sá
fyrri verður unninn í júní – september 2013.

Útboðsgögn er hægt að nálgast frá og með mánudeginum
27. maí 2013 kl. 13:00
á skrifstofu Arkís Arkitekta
ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, eða með því að senda
tölvuskeyti á Halldór Þ. Arnarson, halldor@ark.is og fá
gögn á rafrænu formi.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Arkís Arkitekta, Höfðatúni,
eigi síðar en kl. 14:00 föstudaginn 7. júní 2013.

Vakin er athygli á vettvangsskoðun miðvikudaginn
29. maí kl. 16:00.