UFS mat 2023

2.8.2023

UFS mat 2023

Nýlega gerði Reitun UFS áhættumat á félaginu en Reitun framkvæmir UFS áhættumöt fyrir innlendan markað þar sem sjálfbærnistaða rekstraraðila er metin. Í því felst mat á því hvernig félagið stendur frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum. Matið er framkvæmt fyrir hönd fjárfesta og er gert á útgefendum verðbréfa. Einkunn Regins að mati Reitunar voru 83 punktar af 100 mögulegum, sem er hækkun um 1 punkt milli ára. Félagið er því í flokki B1 (Gott) þar sem neðri mörk eru 80 og efri mörk eru 85.

Síðastliðin ár hefur Reginn lagt mikla áherslu á sjálfbærni í sínum rekstri. Horft hefur verið til félagslegra og umhverfislegra þátta ásamt því að viðhalda góðum stjórnarháttum og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærnistefna félagsins tekur á þessum þáttum og tengist þeim markmiðum sem félagið leggur áherslu á. Í fjárfestingum og rekstri fasteigna er horft til langs tíma og við nýfjárfestingar er tekið mið af sjálfbærnistefnu félagsins. Það er trú Regins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri og styrki arðsemi til lengri tíma litið.

Frekari upplýsingar um sjálfbærnigreiningar og UFS möt hjá Reitun má sjá hér.