Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Tilkynning um undirritun Regins hf. á samkomulagi vegna lóða við Austurhöfn (Hörpureit 1 og 2)

12.5.2014

Undirritað hefur verið samkomulag milli Regins hf. og Landstólpa þróunarfélags ehf.  um að hefja einkaviðræður um kaup Regins á öllu verslunar- og þjónusturými á reitum 1 og 2 við Austurhöfn (Hörpureitum). Alls er um að ræða um 7.800 m2. útleigurými sem að megninu til er staðsett á 1. og 2. hæð bygginganna. Gera má ráð fyrir að jöfn skipting geti verið á milli verslunar- og þjónustustarfsemi í þessari einingu.


Landstólpar þróunarfélag ehf., sem fer með sameiginlegt forræði lóðanna, er í meirihlutaeigu Stólpa ehf.  Stefnt er að því að ljúka viðræðum innan tveggja mánaða með undirritun kaupsamnings.

Að mati Regins er um að ræða áhugavert svæði sem mun styrkja og efla miðbæ Reykjavíkur sem verslunar- og þjónustusvæði. Ef af kaupsamningi verður yrði þetta um 3,5% aukning á eignasafni Regins mælt í fermetrum en fyrir á félagið um 220 þús.m2 af fasteignum, þar af eru um 90 þús.m2 verslunarhúsnæði.

Undirritað samkomulag aðila er háð skilyrðum og fyrirvörum. Vakin er athygli á að um er að ræða einkaviðræður um kaup og er því töluverð óvissa um hvort af kaupum Regins verður.

Austurhöfn - Reitur 1 og 2