Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tekur Hlíðasmára 1 í notkun

15.12.2016
14. desember tók Sýslumaður að fullu við húsnæðinu að Hlíðasmára 1, sem er glæsilegt 3.000 fermetra þjónustu og skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu opnaði nú í nóvember afgreiðslu sína í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. 14. desember tók Sýslumaður svo að fullu við húsnæðinu sem er glæsilegt 3.000 fermetra þjónustu og skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum. Á næstu vikum mun Sýslumaður flytja alla sína starfsemi í húsnæðið og sameina þar starfsemi sem áður var staðsett í Skógarhlíð í Reykjavík, Dalvegi í Kópavogi og Bæjarhrauni í Hafnarfirði.

Mynd: Þórólfur Halldórsson Sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu og Páll V. Bjarnason framkvæmdastjóri Reginn Atvinnuhúsnæði ehf.