Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Suðurlandsbraut 14 – Verksamningur undirritaður

14.2.2012

Í dag var undirritaður verksamningur við ÍAV hf. um verkið Suðurlandsbraut 14, endurgerð. Samningurinn miðar að endurnýjun hússins bæði að innan og utan, ásamt því að fjarlægja bakhús og lagfæra lóð.

Verkið skiptist í tvo áfanga, annarsvegar endurnýjun fyrstu tveggja hæðanna að innan, auk utanhúss og lóðarfrágangs og hinsvegar endurnýjun 3. hæðar.

Verklok fyrsta áfanga eru fyrirhuguð 20. maí n.k. og verklok annars áfanga 25. júní.

Suðurlandsbraut 14, undirritun

Helgi S. Gunnarsson framkvæmdastjóri Regins ehf. og Karl Þráinsson forstjóri ÍAV hf. undirrita samninginn.