Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Smáralind styður við verkefni ungra frumkvöðla

7.3.2014

Dagana 7. og 8. mars verður hópur ungra frumkvöðla í Smáralind að kynna verkefni sín.  Verkefnin ganga út á að útfæra viðskiptahugmynd og koma henni á markað.  Ungmennin hafa verið á námskeiði frá því í haust og mikil vinna liggur að baki verkefnanna.

Ungir frumkvöðlar, sem eru alþjóðleg félagasamtök, hafa boðið framhaldsskólum landsins upp á námsefnið "Fyrirtækjasmiðjan" undanfarin tólf ár. Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi, segir að námsefni sem þetta gefi ungu fólki innsýn í hvernig fyrirtæki verða til og hvernig þau skapa verðmæti með hugviti og elju. 

Þetta er í fimmta sinn sem við í Smáralind bjóðum þeim aðstöðu í verslunarmiðstöðinni til að koma fyrirtækjum sínum og vörum á framfæri.

Frumkvöðlamessan verður formlega sett kl. 16 föstudaginn 7. mars og hvetjum við alla til að koma og skoða verk þessara framtíðar fulltrúa íslensks atvinnulífs.