Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Skemmtigarðurinn í Smáralind - Besti innanhúss skemmtigarður heims

16.11.2012

Skemmtigarðurinn í Smáralind hlaut í gær verðlaun sem besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega af IAAPA, alþjóðlegum samtökum skemmtigarða.

skemmtigardurinn

Skemmtigarðurinn í Smáralind hlaut í gær verðlaun sem besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega af IAAPA, alþjóðlegum samtökum skemmtigarða.

Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar í flokki stórra skemmtigarða og hins vegar í flokki smærri skemmtigarða. Að sögn Eyþórs Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Skemmtigarðsins er nokkuð langt um liðið frá því að evrópskur skemmtigarður hafi hlotið umrædd verðlaun. IAAPA-samtökin voru stofnuð árið 1918 og innan samtakanna má finna yfir fjögur þúsund skemmtigarða í 93 löndum. 

Reginn hf. óskar Skemmtigarðinum innilega til hamingju með titillinn.