Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Skemmtigarður opnar í Smáralind

14.2.2012

Innanhúss skemmtigarður verður opnaður í verslunarmiðstöðinni í Smáralind í haust.  Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður í enda verslunarmiðstöðvarinnar.  Garðurinn sem verður 2000 fm er hannaður af alþjóðlega hönnunarfyrirtækinu KCC sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir hönnun og uppbyggingu innanhúss skemmtigarða.

"Fyrirmynd okkar er skemmtigarður hannaður af KCC sem var kostinn besti innanhúss skemmtigarður heims á síðasta ári.  Við vorum svo heppin að fá KCC til liðs við okkur en þeir þykja bestir á sínu sviði í heiminum" segir Eyþór Guðjónsson framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Smáralind. 

Boðið verður upp á allra nýjustu afþreyingar sem völ er á fyrir alla aldursflokka og verða sum leiktækin þau fyrstu sinnar tegundar.  Lögð er áhersla á að bjóða upp á afþreyingu fyrir alla aldursflokka. 

Byggt verður milligólf yfir Vetrargarðinn og verður Skemmtigarðurinn því rekinn á rúmlega 2000 fm svæði á tveimur hæðum.  Framkvæmdirnar verða umfangsmiklar og mun heildarkostnaður verða yfir hálfur milljarður króna.  Gerð er ráð fyrir að starfsmenn Skemmtigarðsins verði að jafnaði á bilinu 20-30.  Framkvæmdir hefjast í næstu viku.