Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Samningur um endurnýjun Smárabíós

17.3.2015

Smáralind og Sena ehf. undirrituðu síðastliðinn fimmtudag með sér samkomulag um breytingar og endurnýjun á innviðum Smárabíós í Smáralind. 

Í siðustu viku var lokið við að endurnýja öll sæti bíósins og á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í breytingar og endurbætur á hinum ýmsu þáttum bíósins til að gera upplifun bíógesta sem skemmtilegasta.

Samkomulagið felur í sér að Sena og Smáralind munu í sameiningu fjármagna viðhald og breytingar á bíóinu næstu mánuðina auk þess sem leigusamningur var endurnýjaður.

„Smárabíó hefur verið flaggskip í okkar rekstri í mörg ár og við höfum átt gott samstarf við Smáralind á þessum tíma. Við erum því gríðarlega ánægðir með þetta samkomulag þar sem það tryggir nauðsynlega endurnýjun á innviðum sem eru mikilvæg í rekstri kvikmyndahúsa,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu.