Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Samkomulag um kaup á fasteignum KEA hótela

4.9.2012


Í dag hefur Reginn hf. gert samkomulag um kaupsamning við Krypton ehf., eiganda fasteigna KEA hótela á Akureyri  og Keahótel ehf. rekstraaðila hótelsins um kaup á fasteigninni sem hýsir rekstur hótel KEA  þ.e.  Hafnarstræti  83 - 89, Akureyri. Hluti af samkomulaginu er áframhaldandi leigusamningur við Keahótel ehf.  Samkomulagið er gert með fyrirvara um niðurstöður úr áreiðanleikakönnun. Aðilar setja sér sem markmið að undirritun endanlegs kaupsamnings liggi fyrir í fyrstu viku októbermánaðar. Kaupverðið er trúnaðarmál en áhrif kaupanna ef af verða eru áætluð  yfir 5% aukning á EBITDA Regins hf.