Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Regins hf. á Klasa fasteignum ehf.

28.4.2014

Regin undirritaði kaupsamning um kaup á Klasa fasteignum þann 21. desember 2013 sem innihélt m.a. fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hefur nú birt niðurstöðu sína, en samkvæmt henni telur Samkeppniseftirlitið að ekki séu forsendur til að hafast frekar að vegna samruna Regins og Klasa fasteigna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. Allir fyrirvarar kaupsamningsins frá 21. desember 2013 eru því uppfylltir og uppgjör og afhending vegna viðskiptanna mun fara fram á næstu dögum.  Samhliða kaupum verður nafni hins keypta félags breytt í RA 5 ehf.

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Regins hf. á Klasa fasteignum ehf.