Samið við Sjóvá um tryggingar á eignum félagsins og dótturfélaga

14.2.2012

Reginn ehf. og dótturfélög efndu til lokaðs útboðs meðal tryggingafélaga þar sem óskað var eftir tilboðum í brunatryggingar, húseigendatryggingar og tryggingar gegn rekstrarstöðvun ásamt tryggingum á lausabúnaði og tækjum félagsins og dótturfélaga.  Þátttakendur í útboðinu voru Sjóvá, Tryggingamiðstöðin (TM), Vátryggingafélag íslands (VÍS) og Vörður, allir þátttakendur lögðu fram tilboð í útboðinu.

Gerður verður 3ja ára samningur við lægstbjóðanda, Sjóvá, um tryggingar í samræmi við niðurstöður útboðs.