Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn semur við Nýherja

21.11.2014


Reginn hefur valið Nýherja til að annast rekstur á tölvu- og netkerfum félagsins.

Í tilkynningunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja að það sé mikil viðurkenning fyrir félagið að eiga áfram samleið með félagi eins og Reginn en fyrirtækin hafa áður átt samstarf.  

„Öryggi, hagkvæmni og frumkvæði frá sérfræðingum í upplýsingatækni eru lykilþættir þegar kemur að því að velja samstarfsaðila á þessu sviði. Við höfum átt mjög gott samstarf við Nýherja á liðnum árum og hlökkum til þess að eiga áfram samleið með félagi, sem hefur markað sér skýra sýn í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á þjónustugæði,“ segir Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins í tilkynningunni.