Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn og Yuzu undirrita leigusamning

22.6.2022
Undirritaður hefur verið samningur milli Regins og Yuzu ehf. um leigu á rými í Litlatúni 3 í Garðabæ.

Undirritaður hefur verið samningur milli Regins og Yuzu ehf. um leigu á rými í Litlatúni 3, Garðabæ, þar sem Íslandspóstur var áður til húsa. Lokunin var hluti af stefnu Íslandspósts um fækkun afgreiðslustaða. Stefnt er því að Yuzu opni nýjan og ferskan veitingastað á haustmánuðum. Yuzu er þekkt fyrir frábæra hamborgara og góð gæði.“Eftir að fréttist að Pósturinn væri á förum, höfum við fundið mikinn áhuga frá aðilum sem vilja komast að í Litlatúni, enda staðsetning og lega hússins frábær. Við höfum náð að búa til skemmtilegan kjarna á svæðinu með fjölbreyttri flóru veitinga. Teljum við að staður eins og Yuzu og þau gæði sem vörumerkið stendur fyrir muni styrkja svæðið enn frekar og auka þar með á fjölbreytileikann og þá möguleika sem viðskiptavinum standa til boða“ segir Rúnar H. Bridde hjá Regin.

Mynd: Rúnar H. Bridde, Reginn Hf. og Jón D. Davíðsson, Yuzu ehf.