Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Hafðu samband

Reginn hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð

20.10.2022
Við erum einstaklega ánægð og stolt af því að Reginn hafi hlotið sérstök verðlaun fyrir árangur á sviði samfélagsábyrgðar meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Verðlaunin eru veitt árlega af Creditinfo í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Við erum einstaklega ánægð og stolt af því að Reginn hafi hlotið sérstök verðlaun fyrir árangur á sviði samfélagsábyrgðar meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Verðlaunin eru veitt árlega af Creditinfo í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.


Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í og hámarki þannig fjárhagslegan árangur sinn.

Við hjá Regin leggjum mikla áherslu á sjálfbærni í okkar rekstri og leggjum kapp á að hvetja viðskiptavini til þess sama og hafa þar með enn víðtækari áhrif á sjálfbæra þróun. Félagið hefur farið í ýmsar aðgerðir og verkefni með það að markmiði að minnka neikvæð umhverfisáhrif og auka umhverfisvitund sem um leið eflir félagið. Samvinna með viðskiptavinum er mikilvægur þáttur til að ná árangri á þessu sviði.

Í umsögn dómnefndar kemur fram að margt sem Reginn sé að gera á þessu sviði sé eftirtektarvert og hvetjandi fyrir aðra og að Reginn sé því sannarlega verðugur handhafi þessara hvatningarverðlauna um framúrskarandi sjálfbærni fyrirtækja.

Lesa má meira um verðlaunin á vef Creditinfo með því að smella hér.