Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn hf. undirritar samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

4.12.2021
Reginn hf. hefur undirritað áskriftarsamning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf., sbr. tilkynningu félagsins til Kauphallar þann 24. september sl. Þar kom fram að félagið hefði undirritað viljayfirlýsingu við Haga hf., Klasa ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf., núverandi eiganda Klasa ehf., um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags.

Reginn hf. hefur undirritað áskriftarsamning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf., sbr. tilkynningu félagsins til Kauphallar þann 24. september sl. Þar kom fram að félagið hefði undirritað viljayfirlýsingu við Haga hf., Klasa ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf., núverandi eiganda Klasa ehf., um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags.

Samhliða munu aðilar ganga til samstarfs um frekari uppbyggingu Klasa ehf. og dótturfélaga þess. Á meðal markmiða aðila er að leggja áherslu á sjálfbærni, þ.e. umhverfislega, félagslega og efnahagslega, við þróun og uppbyggingu eigna félaganna. Hið sameinaða félag mun geta stutt við fjölbreytta og sjálfbæra borgarþróun, þ.e. blöndu af fjölbreyttu atvinnu- og þjónustuhúsnæði og íbúðum.

Reginn hf. mun greiða fyrir sinn hlut í Klasa ehf. með eignasafni sem samanstendur af sölueignum og þróunareignum. Þar má nefna lóðir til uppbyggingar, eignir sem eru utan skilgreindra kjarnasvæða félagsins og aðrar eignir sem henta ekki núverandi eignasafni miðað við kjarnastarfsemi og fjárfestingarstefnu Regins hf.

Nánar tiltekið er um að ræða 15 tekjuberandi fasteignir og 4 þróunarreiti sem staðsettir eru við Smáralind, Lágmúla, Garðahraun og Tjarnavelli. Framlag Regins hf. til viðskiptanna er metið á 3.912 m.kr. og verður hlutur Regins hf. í Klasa ehf. 1/3 af útgefnu hlutafé, líkt og eignarhlutur Haga hf. og KLS eignarhaldsfélags ehf. Með framlagi Regins hf. ogHaga hf. verður heildarumfang þróunareigna Klasa ehf. nálægt 280 þúsund fermetrum, auk á annars tug fasteigna í útleigu sem hugsaðar eru til sölu eða frekari þróunar. Verðmæti undirliggjandi eigna Klasa ehf. eftir viðskiptin verður um 14,8 ma.kr. og eiginfjárhlutfall félagsins í upphafi um 79%.

Eðli og tilgangur fyrirhugaðra viðskipta er að Klasi ehf. þrói áfram þær fasteignir og lóðir sem Reginn hf. og Hagar hf. leggja til við kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf. Félögin hafa innan eignasafna sinna fjölmörg og umfangsmikil fasteignaþróunarverkefni sem henta betur til þróunar, uppbyggingar og sölu innan sérhæfðs fasteignaþróunarfélags. Einnig mun Klasi ehf. þróa þau verkefni sem eru áfram í félaginu. Aðilar telja að með þessu náist fram aukin verðmæti þróunareigna með þekkingu og reynslu Klasa ehf. á skipulags- og fasteignaþróun.

Með fyrirhuguðum viðskiptum skapast ný tækifæri fyrir Reginn hf. til að styrkja fasteignasafn sitt innan nýrra kjarnasvæða, svo sem á fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum á Borgarhöfða og Mjódd í samræmi við sýn og stefnu félagsins. Ennfremur styrkir þetta og gerir kjarnastarfsemi félagsins einbeittari. Söluvirði eigna Regins er um 600 m.kr. hærra en bókfært virði eignanna, áætlað er að salan muni raungerast í byrjun árs 2022.

Reginn hf. er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Þrátt fyrir að fasteignaþróun hafi verið umfangsmikil innan félagsins undanfarin ár er hún ekki hluti af kjarnastarfsemi Regins hf.

Klasi ehf. er þekkingarfyrirtæki á sviði fasteignaþróunar og hefur frá árinu 2004 sérhæft sig í þróun, stýringu og rekstri fasteignaverkefna, frá hugmynd að sölu, með hámörkun virðis verkefna að leiðarljósi. Með aðkomu Regins hf. og Haga hf. að Klasa ehf. mun grundvöllur starfsemi Klasa ehf. styrkjast enn frekar. Klasi ehf. mun búa að eignasafni sem í felast veruleg tækifæri, umtalsverðum fjárhagslegum styrk og þekkingu og reynslu til að taka þátt í stærri langtíma verkefnum á öllum stigum fasteignarþróunar.

Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki stjórnar Regins hf. en áreiðanleikakönnunum er lokið.

Ráðgjafi Regins hf. í viðskiptunum er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf.

Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa hf.:
„Það verður fengur fyrir Klasa að fá Haga og Reginn í eigendahópinn enda farsæl og sterk fyrirtæki hvort í sinni grein. Aðkoma nýrra hluthafa er einnig mikil traustsyfirlýsing til félagsins og staðfesting á þeim árangri sem félagið hefur náð á sviði fasteignaþróunar. Þess er vænst að þróunarverkefni Klasa njóti góðs af aukinni sérþekkingu sem fæst með nýjum hluthöfum og að lausnir félagsins í framtíðinni verði enn nær þörfum markaðar hvers tíma. Ýmsar tækniframfarir, aukin vitund, kröfur og tækifæri á sviði sjálfbærnimála á byggingarstigi við notkun og rekstur fasteigna, sem og þróun í verslunar- og atvinnuháttum mynda nýjar áskoranir og tækifæri í fasteignaþróun.“

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf.:
„Reginn hefur í þó nokkurn tíma verið að horfa til þess að finna vettvang til að staðsetja þróunar- og uppbyggingarverkefni félagsins utan samstæðu þess og þá með aðkomu sérhæfðra aðila á því sviði sem og sterkra fjárfesta. Með viðskiptunum er þessi sýn að raungerast. Við bindum mikla von til þess að samstarfsvettvangurinn verði kraftmikill og skapi nýja sýn í þróun, uppbyggingu og rekstri fasteigna sem mæta kröfum komandi kynslóða. Þá erum við sérstaklega að horfa til breyttra krafna samfélagsins hvað varðar aukna sjálfbærni í uppbyggingu, rekstri og notkun bygginga.“

Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262