Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn hf. og H&M undirrita leigusamninga

8.7.2016
Reginn hf. og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., undirrituðu í dag leigusamninga við dótturfélag H&M Hennes & Mauritz AB (publ.) um húsnæði undir tvær verslanir undir merkjum H&M. Samningarnir ná til tveggja staðsetninga. Annars vegar verslunar í Smáralind og hins vegar í miðbæ Reykjavíkur (Hafnartorgi). Verslanirnar munu opna á árunum 2017 og 2018.

Reginn hf. og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., undirrituðu í dag leigusamninga við dótturfélag H&M Hennes & Mauritz AB (publ.) um húsnæði undir tvær verslanir undir merkjum H&M. Samningarnir ná til tveggja staðsetninga. Annars vegar verslunar í Smáralind og hins vegar í miðbæ Reykjavíkur (Hafnartorgi). Verslanirnar munu opna á árunum 2017 og 2018.

Það er mat Regins að tilkoma H&M í Smáralind muni hafa mikil og jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina og verða mikilvægt skref í endurskipulagningu Smáralindar m.a. með styrkingu leigutekna til framtíðar. Jafnframt er það mat Regins að samningurinn um verslun H&M á Hafnartorgi verði stór liður í uppbyggingu öflugrar verslana- og þjónustueiningar í miðbæ Reykjavíkur.

Samhliða gerð framangreindra samninga er unnið að fjölmörgum nýjum leigusamningum í Smáralind og Hafnartorgi. Nýir samningar verða kynntir þegar þeir hafa verið fastsettir.

Frekari kynning á verkefnum munu fara fram á komandi mánuðum.

Reginn hefur áður kynnt fyrirhugaðar fjárfestingar í tengslum við endurskipulagningu Smáralindar og uppbyggingu Hafnartorgs. Þá er vísað til fréttatilkynningar dags. 28. ágúst 2014 og kynningar dags. 29. maí 2015. Arðsemi nýfjárfestinga í tengslum við ofangreind verkefni er í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262