Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn hf. hagnast um 138 milljónir á fyrsta ársfjórðungi - rekstur í samræmi við áætlun

22.5.2012

 

  • Rekstrartekjur Regins hf. dótturfélags Landsbankans, á fyrsta ársfjórðungi 2012 námu 849 milljónum  króna, semsamsvarar 20,8% hækkun samanborið við sama mabil árið 2011
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 507 milljónir króna samanborið við 408 milljónir króna á sama mabili fyrir ári.
  • Hagnaður eftir skatta nam 138 milljónum króna.  
  • Vaxtaberandi skuldir voru 19.498milljónir króna í lok fjórðungsins samanborið við 19.163 milljónir króna í árslok 2011.  
  • Fjárfestingareignir í lok fjórðungsins voru metnar á 27.640 milljónir króna og eiginfjárhlutfall var 29,7%.

Afkoma Regins á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 var í samræmi við áætlun félagsins. Rekstrartekjur námu 849 milljónum króna og þar af námu leigutekjur 695 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 507 m.kr. eða sem nemur 59,8% af rekstrartekjum og 73,0% af leigutekjum.

Eignasafn Regins samanstendur af fullgerðu atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Í lokfyrsta ársfjórðungs 2012 átti Reginn 31 fasteign. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var 160 þúsund fermetrar og þar af voru 140 þúsund útleigjanlegir fermetrar. Útleiguhlutfall fasteignasafnsins var 94%. Stærstu eignir Regins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi.

Í lok fyrsta ársfjórðungs 2012 voru 175 leigusamningar í gildi   og meðallengd þeirra er 9,7 ár. Tekjuflæði félagsins er því mjög öruggt.

Afkomueiningar Regins eru þrjár; Atvinnuhúsnæði, Egilshöll og Smáralind og helgast sú skipting af eðli starfseminnar. Leigutekjur Atvinnuhúsnæðis námu 267 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi

2012 og jukust um 59% frá sama mabili 2011. Aukninguna má rekja til kaupa á eignum á árinu 2011, þar á meðal húsnæðinu að nlandsleið 1 á fyrsta ársfjórðungi 2011 og kaupa á fjórum fasteignum, þar á meðal Bíldshöfða 9, á öðrum ársfjórðungi 2011. Engar eignir bættust við eignasafn Regins á fyrsta ársfjórðungi 2012.

Leigutekjur Egilshallar námu 116 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2012 og stóðu nánast í stfrá samamabili 2011. Leigutekjur Smáralindar námu 312 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2012 og jukust um 4% frá sama mabili 2011. Aðrar tekjur eru vegna rekstrar í fasteignum. Stærsti hluti rekstrarhagnaðar Regins fyrir matsbreytingu og afskriftir er vegna Smáralindar, 227 milljónir króna. Þá nam rekstrarhagnaður Atvinnuhúsnæðis 175 milljónum króna fyrir matsbreytingu og afskriftir og sambærileg tala fyrir Egilshöll er 76 milljónir króna.

Sjá fréttatikynningu í heild /fjarfestar/hluthafafrettir/