Reginn hefur birt ársuppgjör fyrir 2020

10.2.2021
Afkoma Regins á árinu 2020 er lituð af þeim aðstæðum sem upp hafa komið í samfélaginu í tengslum við COVID-19. Rekstrartekjur námu 9.736 m.kr. og þar af námu leigutekjur 9.170 m.kr.

Afkoma Regins á árinu 2020 er lituð af þeim aðstæðum sem upp hafa komið í samfélaginu í tengslum við COVID-19 veiruna. Rekstrartekjur námu 9.736 m.kr. og þar af námu leigutekjur 9.170 m.kr. Leigutekjur hafa lækkað um 1% samanborið við árið 2019. Lækkun skýrist fyrst og fremst af áhrifum í tengslum við COVID-19 og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. EBITDA var 6.381 m.kr. sem samsvarar 5% lækkun samanborið við árið 2019. Samhliða uppgjöri kynnir félagið rekstrarspá fyrir árið 2021. Áætlað er að leigutekjur félagsins á árinu 2021 verði um 10.200 m.kr. Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri félagsins séu góðar.

Ársskýrsla Regins hefur verið birt samhliða uppgjörinu en þar er ítarleg umfjöllun um eignasafn félagsins, lykilverkefni ársins, endurfjármögnun og sjálfbærnivegferð félagsins.