Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka
Á árinu 2020 hóf Reginn hf. endurfjármögnunarferli á vaxtaberandi lánum félagsins, hagfellt vaxtaumhverfi leiddi til þess að meðal verðtryggðir vextir félagsins stóðu í 2,80% í lok árs 2022.
Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar, annars vegar REGINN100740 GB sem er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er á gjalddaga árið 2040 og eru nafnvextir bréfsins 3,553%, stærð flokksins var 6.340 m.kr. að nafnverði. Hins vegar REGINN25 GB sem er óverðtryggður flokkur á gjalddagi árið 2025 og eru nafnvextir bréfsins 9,735%, stærð flokksins er 1.240 m.kr. að nafnverði. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins.
Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins. Með þessari útgáfu verður næsti lokagjalddagi skráðra skuldabréfa félagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í júlí 2025 og þar á eftir í júní 2027.
Framundan er BREEAM In-use vottun Egilshallar og Áslandsskóla og er gert ráð fyrir að báðar þessar vottanir klárist á þessu ári. Í kjölfarið verður um 37% af fasteignum félagsins umhverfisvottaðar en það hlutfall stendur í 27% í dag.
Nánari upplýsingar um skuldabréfaflokkana má finna hér:
Sjálfbærniskýrslu Regins fyrir árið 2022 má nálgast hér: