Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2022-2023

23.8.2023

Þann 22. ágúst hlaut Reginn viðurkenningu vegna góðra stjórnarhátta og nafnbótin „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Sunna H. Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni, fasteignareksturs og reksturs í fasteignum tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Regins.

Viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum félagsins og var Reginn eitt af 18 fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.

Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.