Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn er bakhjarl Hönnunarmars

2.5.2023
Reginn er stoltur bakhjarl og samstarfsaðili HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
Reginn er stoltur bakhjarl og samstarfsaðili HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi og því er það okkur sannur heiður að taka þátt í og styðja við verkefnið. Hafnartorg er aðal sýningarkjarni hátíðarinnar, þungamiðja fyrir gesti hátíðarinnar sem gefst tækifæri til að upplifa framúrskarandi hönnun í þessu nýja miðborgarhverfi í Reykjavík þar sem fjölmargar sýningar hátíðarinnar verða staðsettar. Við hvetjum alla til að njóta tilverunnar á Hafnartorgi þar sem verslun, menning, þjónusta, matur og drykkur skapa fjölbreytt mannlíf í hjarta Reykjavíkur.
Hér eru þær sýningar sem verða á Hafnartorgssvæðinu.

https://honnunarmars.is/dagskra/2023?area=508