Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Reginn birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2014

7.5.2014

Reginn mun birta uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2014, eftir lokun markaða þriðjudaginn 27. maí 2014. Af því tilefni býður Reginn til opins kynningarfundar sama dag kl. 16:00 í Ármúla 4-6.

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið.

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins mun kynna uppgjörið og svarar spurningum að lokinni kynningu.

Samhliða verður kynnt uppfærð rekstraráætlun félagsins fyrir 2014. Áður birt rekstraráætlun gerði ráð fyrir að eignasafn Klasa Fasteignir ehf. yrði á bókum félagsins frá 1. janúar 2014. Uppfærð áætlun tekur mið af afhendingu eignasafnsins 1. maí 2014.

Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.

Hægt verður að nálgast kynningarefni að kynningu lokinni á:

http://www.reginn.is/fjarfestar/

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið:

 fjarfestatengsl@reginn.is