Reginn birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2014

15.8.2014

Reginn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung ársins 2014, að loknum stjórnarfundi miðvikudaginn 27. ágúst 2014.

Af því tilefni býður Reginn til opins kynningarfundar fimmtudaginn 28. ágúst að Suðurlandsbraut 4, 8. hæð kl: 8:30.

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/0e3d30610020468bae5370feac3ec61b1d

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins kynnir uppgjör annars ársfjórðungs ársins 2014 og svarar spurningum að lokinni kynningu. Einnig verða kynntar áherslur í rekstri félagsins og helstu verkefni framundan.

Boðið verður upp á morgunverð.

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is