Páll verður sviðsstjóri hjá Reginn

30.6.2014

Páll V. Bjarnason hefur tekið við sem sviðsstjóri fasteignaumsýslu fasteignafélagsins Regins. Verksvið fasteignaumsýslu er yfirumsjón með fasteignum félagsins, rekstri, viðhaldi og endurnýjun. Ennfremur að annast móttöku eigna og koma þeim í leiguhæft ástand.

Páll er 32 ára, með M.Sc. í byggingaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, bygginga-tæknifræðingur frá sama skóla og húsasmíðameistari. Páll hefur starfað hjá Reginn síðan 2010.

Kristinn Jóhannesson fráfarandi sviðsstjóri mun fara í sérstök verkefni innan Regins, en þau helstu eru tengd „Uppfærslu og breytingum í Smáralind“ sem framundan eru á árunum 2014 til 2016 sem og Umhverfis- og orkumál innan samstæðunnar.