Orange project stækkar

3.12.2015

Starfsemi Orange Project hefur stækkað frá því félagið hóf að leigja skrifstofurými í Ármúla 6 á haustmánuðum. Svo vel hefur verið tekið í skrifstofulausnir Orange Project að félagið hefur undirritað samninga Við Reginn um viðbótarhúsnæði í Tryggvagötu 11 og Ármúla 4. Húsnæði að Tryggvagötu 11 gekk nýlega undir endurinnréttingu og er tilbúið fyrir væntanlega leigutaka hjá Orange Project.

Orange-skrifstofurnar henta fyrirtækjum sem vilja losna við óþarfa yfirbyggingu og allt venjubundið amstur skrifstofurekstrar. Orange Project sér um allt þannig að öll orka viðskiptavina getur farið beint í kjarnastarfsemina. Hjá Orange Project er hugsað í lausnum og öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsemi, geta gengið að rétta plássinu, hvort sem um er að ræða fullbúna skrifstofu í klukkustund eða ár.

Sjá frétt hérna vegna Orange hér.