Opnun Hafnartorgs

16.10.2018
12. október 2018 markaði ákveðin tímamót í verslunarsögu miðborgar Reykjavíkur með opnun H&M og H&M Home á Hafnartorgi en samhliða opnun þeirra verslana opnaði fyrsti áfangi Hafnartorgs.

12. október 2018 markaði ákveðin tímamót í verslunarsögu miðborgar Reykjavíkur með opnun H&M og H&M Home á Hafnartorgi en samhliða opnun þeirra verslana opnaði fyrsti áfangi Hafnartorgs. Með þessum merkilega áfanga snýr verslun í miðborginni úr vörn í sókn og lifandi tenging skapast frá gamla miðbænum yfir á svæðin kringum Hörpu og höfnina. Reginn er eigandi alls verslunarhúsnæðis á Hafnartorgi og leggur áherslu á að skapa þar einstakt verslunar- og þjónustusvæði til framtíðar með iðandi mannlífi og lifandi göngugötum.
Á næstunni munu svo fleiri spennandi alþjóðlegar verslanir opna á Hafnartorgi auk þess sem um 1.100 bílastæði munu bætast við í kjallaranum undir svæðinu með tengingu við bílakjallara Hörpu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins klipptu á borða við formlega opnun svæðisins.

Fjallað var um viðburðinn á vef Reykjavíkurborgar.