Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Opnanir nýrra verslana í Smáralind

25.3.2019
Miklar umbreytingar hafa átt sér stað í verslunarflóru Smáralindar með nýjum vörumerkjum sem þegar hafa opnað verslanir auk nýrra verslana sem eiga að opna á vormánuðum.


Miklar umbreytingar hafa átt sér stað í verslunarflóru Smáralindar með nýjum vörumerkjum sem þegar hafa opnað verslanir auk nýrra verslana sem eiga að opna á vormánuðum.
Verslunin New Yorker opnaði verslun í austurenda Smáralindar í desember sl. Verslunin er yfir 1.000 m2 á stærð. Boðið er upp á fatnað með áherslu á ungmenni og hagstæð verð. Auk þessa opnaði H&M Home í vesturenda Smáralindar í desember. Verslunin er alls 420 m2 að stærð og við hliðina á H&M verslun með fatnað á sama svæði. Í versluninni er fjölbreytt vöruúrval og má finna búsáhöld, lín og skrautmuni fyrir heimilið.

Verslunin ber keim af sambærilegum verslunum erlendis. Hönnun á rýmum hefur verið í höndum ASK arkitekta en framkvæmdir hafa verið á vegum ÍAV.
Söstrene Grene hafa einnig opnað nýja og endurbætta verslun í Smáralind. Verslunin er í dag yfir 500 m2.Við stækkunina hefur vöruúrval aukist mikið frá því sem áður var auk bætts aðgengis fyrir viðskiptavini.

Á vormánuðum munu einnig verslanir Weekday og Monki opna verslanir í vesturenda hússins. Monki er sænskt vörumerki og hönnunin er innblásin af norrænni hönnun og asískri götutísku. Weekday leggur áherslu á gallaefni, götustíl og ungmenningu í hönnun sinni.