Nýr leigusamningur í Egilshöll - Keiluhöllin skiptir um eigendur

2.3.2015

Reginn hf. hefur gert nýjan leigusamning við Gleðipinna ehf. sem munu taka við rekstri Keiluhallarinnar ásamt því að vera þar með veitingarekstur. Hinn nýja eigendahóp skipa þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, kenndir við Hamborgarafabrikkuna, og Jóhannes Stefánsson og fjölskylda í Múlakaffi.

„Við hlökkum til að fá nýja eigendur inn í Keiluhöllina í Egilshöll og teljum að þeirra aðkoma að húsinu muni styrkja enn frekar sterka  starfsemi okkar. Það er mikill fengur að fá fjölskylduna í Múlakaffi að þessum rekstri enda reynslumikið fólk þar á ferðinni.  Sömuleiðis er alltaf líf og fjör í kringum Simma og Jóa og við teljum að það verði engin breyting á því í þessu verkefni, enda er Keiluhöllin í Egilshöll gríðarlega vinsæl fyrir fjölskyldufólk og vinahópa sem koma alls staðar frá.“ segir Katrín B. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar.

 Sig­mar seg­ir enn­frem­ur, í til­kynn­ingu, að með haust­inu verði kynnt­ur til sög­unn­ar nýr veit­ingastaður í Keilu­höll­inni. Þangað til verði rekstri nú­ver­andi veit­ingastaðar og sport­bars haldið áfram.