Nýr fjármálastjóri tekur við hjá  Reginn hf.  í mars 2013

12.12.2012

Johann SigurjonssonJóhann Sigurjónsson viðskiptafræðingur mun taka við sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Regins hf. þann 1. mars nk.  Jóhann hefur síðan 2010 verið fjármálastjóri Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. , sem er ein af meginstoðum samstæðu Regins,  jafnhliða sem hann hefur starfað á fjármálasviði Regins.
Jóhann þekkir því vel til innviða og starfsemi Regins. Jóhann hefur langa reynslu sem fjármálastjóri í félagi skráðu á verðbréfamarkað en hann var fjármálastjóri og regluvörður  HB Granda hf. á árunum 2002 – 2010, þar áður starfaði Jóhann m.a. hjá Íslandsbanka, Glitni, Pharmaco og sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

Anna Sif Jónsdóttir, núverandi fjármálastjóri Regins, mun hverfa til starfa hjá MP banka.  Anna hefur verið fjármálastjóri Regins frá hausti 2009 og því gengt leiðandi og krefjandi hlutverki innan félagsins í gegnum vel heppnaðan uppbyggingar- og skráningaferil Regins.  Reginn hf. og Anna Sif  hafa komist að samkomulagi um að hún starfi til  1. mars 2013.  Stjórn og starfsfólk Regins hf.  óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.