Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Nýjungar í Smáralind

26.6.2013

Tvær nýjar verslanir bætast við úrvalið í Smáralind í sumar.
Danska undirfatakeðjan Change opnaði 7. júní síðastliðinn á 2. hæð, en þetta er eina verslun Change á Íslandi. Þann 8. ágúst næstkomandi mun alþjóðlega tískufatakeðjan Esprit einnig opna verslun en þar verða í boði vörur fyrir bæði dömur og herra.

Sú nýjung að bjóða erlendum ferðamönnum upp á rútuferðir frá miðbæ Reykjavíkur í Smáralind hefur einnig bæst við þjónustu á vegum Smáralindar og byrjuðu ferðir rútunnar nýlega. Frá og með 27. júní verða fjórar ferðir frá miðbæ Reykjavíkur í Smáralind og fimm ferðir til baka alla virka daga og á laugardögum. Fleiri ferðir verða á fimmtudögum vegna lengri opnunartíma og þrjár ferðir fram og til baka á sunnudögum.

smaralind-bus-websmall