Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Nýjungar í Smáralind (1)

22.4.2014

NVerslun Skórnir þínirý og glæsileg skóbúð hefur opnað í Smáralind sem ber nafnið Skórnir þínir. Verslunin sem er staðsett á 2. hæð við hliðina á Vila býður upp á fjölbreytt úrval af skóm fyrir dömur, herra og börn á einstaklega góðu verði. Fylgist með Facebook síðu Skórnir þínir

Veitingastaðurinn Sbarro opnaði einnig nýverið í Smáralind en Sbarro er ítölsk/amerísk veitingahúsakeðja sem býður upp á ferskan og ljúffengan ítalskan mat svo sem pizzur, pastarétti og salöt. Staðurinn er staðsettur á 2. hæð við hliðina á Serrano og Café Energia. Á heimasíðu Sbarro má sjá matseðil staðarins og tilboð.


Nokkrar verslanir hafa verið að gera endurbætur og/eða flytja sig til. Vila opnaði nýlega eftir endurbætur með nýtt útlit og er sem fyrr á móti Zara á 2. hæð. Lyfja hefur einnig opnað eftir endurbætur og er nú á 1. hæð við hlið Pandóru og hefur því færst eilítið til. Optical Studio er nú tímabundið með verslun sína á milli Plusminus Optic og Epli.is en mun opna nýja og glæsilega verslun fljótlega á sama stað og verslunin var áður. Endurbætur standa nú yfir á barnafataversluninni Name It og er verslunin lokuð á meðan á þeim stendur. Ný og glæsileg verslun mun svo opna aftur fimmtudaginn 1. maí. 

Fréttir af verslunum og viðburðum í verslunarmiðstöðinni má finna á heimasíðu Smáralindar.