Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Nýju markaðsátaki Smáralindar hleypt af stað.

10.10.2013


Í tengslum við 12 ára afmæli  verslanamiðstöðvarinnar Smáralindar var kröftugu markaðsátaki hleypt af stað í dag.  Um er að ræða nýjar auglýsingar af ýmsum toga, ný heimasíða á www.smaralind.is og nýjar merkingar innan- og utanhúss. Ásýnd Smáralindar verður nú litrík og skemmtileg og nýja slagorðið Smáralind – góða skemmtun er í fyrirrúmi. Hér má sjá nýju sjónvarpsauglýsinguna.

Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð á Íslandi, með fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða og þjónustu. Í Smáralind er einnig að finna Skemmtigarðinn sem m.a. hlaut verðlaun sem besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012, og Smárabíó sem er vinsælasta bíó landsins.