Nýjar höfuðstöðvar Vinnueftirlitsins

9.12.2016
Í framhaldi af útboði Ríkiskaupa hefur verið undirritaður samningur milli Vinnueftirlitsins og Regins hf. um leigu á húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar Vinnueftirlitsins. Um er að ræða glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Dvergshöfða 2 í Reykjavík, alls um 1.600 m2 sem afhent verður nú á vormánuðum.

Í framhaldi af útboði Ríkiskaupa hefur verið undirritaður samningur milli Vinnueftirlitsins og Regins hf. um leigu á húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar Vinnueftirlitsins. Um er að ræða glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Dvergshöfða 2 í Reykjavík, alls um 1.600 m2 sem afhent verður nú á vormánuðum. Fjöldi fyrirtækja hefur aðsetur í Dvergshöfða 2, og má þar meðal annars nefna RARIK, Bílanaust og Orkusöluna. Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna.

Mynd, frá vinstri: Gíslína Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Halldóra Vífilsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf. og Birgir Guðmundsson verkefnastjóri hjá Regin hf.