Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Nýir stjórnarmenn Regins hf.

13.12.2012

Þau Guðrún Blöndal og Benedikt K. Kristjánsson voru kosin í stjórn Regins hf. þann 4. desember s.l. Þau hafa bæði víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Guðrún BlöndalGuðrún Blöndal er viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands  og var framkvæmdastjóri Verdis hf (Arion verðbréfavörslu) 2002-2012. Á árunum1990-2002 starfaði hún hjá  Kaupþingi hf. m.a. í eignastýringu, sem markaðsstjóri og starfsmannastjóri.
Benedikt K. KristjánssonBenedikt K. Kristjánsson er með meistarapróf í kjötiðn og hefur stundað námskeið í verkefna- og rekstrarstjórnun hjá Endurmenntun HÍ og starfar nú sem sölu- og þjónustufulltrúi hjá BÚR ehf.  Frá árununum 2009-2012 starfaði Benedikt sem forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Samkaupa hf. og þar á undan sem innkaupa- og rekstrarstjóri. Á árunum 1987-1999 starfaði Benedikt sem sjálfstætt starfandi kaupmaður.  Hann hefur verið stjórnarformaður Kaupmannasamtaka Íslands og stjórnarmaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá árinu 1997.


Aðrir stjórnarmenn eru Elín Jónsdóttir, formaður, Stanley Pálsson og Guðríður Friðriksdóttir.

Úr stjórninni hafa gengið þær Hjördís Halldórsdóttir og Fjóla Þ. Hreinsdóttir. Þeim eru færðar þakkir fyrir gott starf í þágu félagsins.

Forstjóri Regins hf. er Helgi S. Gunnarsson.