Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Nýir leigusamningar í eignum Regins

8.7.2014

Skúlagata 19 er nú komin í fulla útleigu, en nýlega undirritaði Janus leigusamning við Regin.  Janus hefur verið með starfsemi í húsinu en eykur við sig um eina hæð. Janus er endurhæfingarstöð þar sem fram fer starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast út á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

Í Suðurhrauni 1 í Garðabæ hefur verið skrifað undir nýjan leigusamning. Þangað hefur Tæknimiðstöðin ehf. flutt starfsemi sína en fyrirtækið er umboðs- og heildverslun, með upplýsinga- og fræðslustarfsemi auk vottun og tjónamat innan bílgreina.

Mörkin 4 er nú einnig komin í  fulla útleigu en Rekstrarland mun opna starfsemi þar næstkomandi föstudag eftir að húsnæði þeirra að Skeifunni 11 brann síðastliðna helgi. Rekstrarland býður heildarlausnir og veitir alhliða ráðgjöf varðandi hreinlæti í matvælaiðnaði, gerð þrifaáætlana, eftirliti með þrifum, val á tækjum, gæðaeftirlit og fleira. Fyrr á árinu flutti Glerborg starfsemi sína í Mörkina 4.

Í Smáralind er sumarútsalan í fullum gangi. Te og Kaffi opnaði nýlega glæsilegt kaffihús í nýju rými en þar er nú hægt að setjast niður með ilmandi kaffibolla og njóta léttra veitinga. Nánari upplýsingar um verslanir og þjónustu í Smáralind má finna á vef Smáralindar og Facebook.