Niðurstöður aðalfundar Regins hf. 2017

15.3.2017
Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00, miðvikudaginn 15. mars 2017 í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00, miðvikudaginn 15. mars 2017 í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

1. Ársreikningur:

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2016.

2. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2016:

Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2017 en að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður verður fluttur til næsta árs.

3. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:

Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu.

4. Heimild til kaupa á eigin hlutum:

Ekki var lögð fram tillaga um kaup á eigin bréfum.

5. Breyting á samþykktum félagsins:

Ekki lágu fyrir tillögur um breytingar á samþykktum félagsins.

6. Kosning félagsstjórnar:

Eftirfarandi einstaklingar voru sjálfkjörin í aðalstjórn til næsta aðalfundar:

Albert Þór Jónsson,

Benedikt K. Kristjánsson,

Bryndís Hrafnkelsdóttir,

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir,

Tómas Kristjánsson,

Eftirtalin voru sjálfkjörin í varastjórn:

Finnur Reyr Stefánsson,

Hjördís D. Vilhjálmsdóttir.

7. Kosning endurskoðanda:

Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.

8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:

Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar:

Stjórnarformaður: 600.000 kr. á mánuði.

Meðstjórnendur: 300.000 kr. á mánuði.

Varamenn: 150.000 kr. fyrir hvern setinn stjórnarfund, þó ekki hærra en 300.000 kr. fyrir hvern mánuð.

Seta í undirnefndum stjórnar: 60.000 kr. fyrir hvern setinn fund.

Ársskýrsla Regins 2016 er aðgengileg á eftirfarandi svæði:

www.arsskyrsla2016.reginn.is