Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Mikil ánægja með nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

6.9.2021
Reginn hf. og Vegagerðin skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020, að undangengnu útboði. Reginn byggði húsið og á, en Vegagerðin leigir til langs tíma. Starfsemin flutti í húsnæðið fyrir skemmstu og mikil ánægja ríkir með húsakynnin.

Reginn hf. og Vegagerðin skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020, að undangengnu útboði. Reginn byggði húsið og á, en Vegagerðin leigir til langs tíma.

Starfsemi Vegagerðarinnar flutti í húsnæðið fyrir skemmstu og við hátíðlega opnunarathöfn flutti Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar ávarp og sagði reynslu starfsmanna af hinu nýja húsnæði mjög góða og hafa farið fram úr væntingum.

Nýja húsið skiptist í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Í húsinu eru um 170 starfsstöðvar, 21 fundarherbergi af ýmsum stærðum og 10 minni næðisrými.

Fleiri umfjallanir um opnun höfuðstöðvanna:

Á vef Stjórnarráðsins, Stjórnarráðið | Ráðherra opnaði nýtt húsnæði Vegagerðarinnar (stjornarradid.is)

Á vef Vegagerðarinnar, Varða Vegagerðarinnar flutti með í Garðabæinn | Fréttir | Vegagerðin (vegagerdin.is)

Á vef Garðabæjar, Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Garðabæ | Fréttir | Garðabær (gardabaer.is)