Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Lýsing - Skuldabréfaflokkur REG2SM 12 1

4.6.2013

Það tilkynnist hér með að í dag verður birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is, lýsing REG 2 Smáralind, fagfjárfestasjóðs sem er lánveitandi Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. er eigandi að fasteigninni Hagasmári 1, betur þekkt sem Smáralind og er félagið dótturfélag Regins hf.

Í lýsingunni má meðal annars finna verðmat á Hagasmára 1 (Smáralind) sem framkvæmt var af PricewaterhouseCoopers ehf., fyrir REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóð. Samkvæmt virðismati var virði fasteignarinnar metið á bilinu 13,4 – 14,4 milljarðar kr., byggt á sjóðstreymismati núverandi leigusamninga. Í viðauka við lýsinguna má finna virðismatið í heild sinni.

REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóður er í umsýslu Stefnis hf.