Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Ljósadýrð loftin gyllir í Smáralind

6.12.2013


Smaralind-jol---3a

Hátíðlegt er um að litast í Smáralind nú í desember en nýjar jólaskreytingar hafa verið settar upp sem skapa góða jólastemmingu. Ljósadýrð fyllir gangana ásamt fagurlega skreyttum jólatrjám á mörgum stöðum. Í gryfjunni fyrir framan Debenhams má svo finna Mörgæsa-hljómsveit Smáralindar en þeir eru nýkomnir til landsins og ætla að skemmta ungum sem öldnum í desember.


Smaralind-jólaskraut

Jólagjafahandbók Smáralindar er vegleg í ár með yfir 140 blaðsíður af jólagjafahugmyndum. Henni hefur verið dreift á flest heimili landsins en hana má einnig skoða rafrænt - jólagjafahandbók Smáralindar.

 

Smaralind-jol---5a

Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar eru hafin og er fólk hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð á 1. hæð í Smáralind. Gjafirnar eru ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á að kaupa jóalgjafir fyrir sína nánustu og munu fulltrúar frá Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar sjá um að koma gjöfunum til þeirra sem á að gleðja. Við þjónustuborð Smáralindar má finna jólapappír og sérstaka merkimiða sem setja þarf á pakkann. Á miðann er merkt við hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og á hann er skrifað fyrir hvaða aldur gjöfin hentar.

Á Facebook-síðu Smáralindar er hægt að fylgjast með góðum tilboðum, jólaleikjum í boði verslana ásamt myndum, m.a. af piparkökuhúsaleik Kötlu.