Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Lánsfjármögnun Regins atvinnuhúsnæðis ehf.

20.12.2013

Í tilkynningu Regins hf. þann 30. október sl. kom fram að samið hefði verið við Íslandsbanka um að annast skuldabréfaútboð fyrir Regin atvinnuhúsnæði ehf. Útboðið fór fram með sölu eignatryggðra skuldabréfa þar sem til tryggingar eru fasteignir í eigu félagsins. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að skilmálum fjármögnunarinnar auk áreiðanleikakönnunnar á safninu. Þeirri vinnu er nú lokið og hefur hún farið fram án athugasemda og mun umræddri lánsfjármögnun endanlega ljúka í janúar 2014. Fjármögnunin er verðtryggð með jöfnum afborgunum til 30 ára og ber 3,85% fasta vexti en gjalddagar eru tvisvar á ári. Heimilt er að greiða upp lánið eftir 5 ár. Í upphafi var stefnt að heildarstærð skuldabréfaflokksins gæti orðið allt að 10 milljarðar króna að nafnvirði. Áætlað var að selja í þessu útboði 5 – 8 milljarða. Umframeftirspurn varð eftir skuldabréfum félagsins og  bárust áskriftir fyrir 9,5 milljarða króna að nafnvirði. Mun úthlutun skuldabréfanna fara fram aðra vikuna í janúar 2014. Skuldabréf tengd fjármögnuninni verða skráð á Nasdaq OMX Iceland en Íslandsbanki verður umsjónaraðili skráningar. Lánveitandi til Regins atvinnuhúsnæðis ehf. og útgefandi eignatryggðu skuldabréfanna er REG3A fjármögnun, fagfjárfestasjóður í rekstri Öldu sjóða hf.  

Áætlaður ávinningur félagsins vegna lægri vaxtakjara er um 50 m.kr. á ársgrundvelli.

Reginn Atvinnuhúsnæði ehf. er dótturfélag Regins hf. og það félag sem mun fara stækkandi í framtíðinni. Nú þegar hefur verið lokið við endurfjármögnun á dótturfélögum félagsins sem hýsa Egilshöll og Smáralind og er þetta því skref í að ljúka við endurfjármögnun samstæðu Regins hf.